23.4.2017 | 12:00
Nokkur orð um sjálfstæðar vinstri og hægri konur.
Sú breyting sem er að verða á hugsanahætti almennings vestur í Bandaríkjunum, líkt og kom berlega í ljós við kjör síðasta forseta og sést þar flesta daga, eins og nú þegar róttækum hægri sinnuðum rithöfundi er með öllum ráðum meinað að halda fyrirlestur við Berkeley-háskólann og það auðvitað af ótta við að demokratíska vinstri hreifingin grípi til örþrifaráða til að mótmæla því.
Það er nánast hlægilegt að bera saman líkindi þessara tveggja hópa vestanhafs og þeirra sem við þurfum að búa við á Íslandi alla daga, nema hvað hér á Íslandi eru þessir vinstri sinnuðu öfga feministar alls ráðandi, en hægri raunsæismennirnir upp til hópa hræddir, undirokaðir og vel uppaldir eiginmenn.
Sláandi dæmi um ástandið er sú hrollvekjandi staðreynd að dánartíðni barna frá getnaði er hærri á Íslandi en í Sómalíu, sem stafar auðvitað af ógnvekjandi fjölda fóstureyðinga hjá okkar konum og í stað þess að reyna að draga úr þeim, þá vilja talskonur kvennréttinda leyfa þessi fóstur-dráp fram á síðari hluta meðgöngunar í nafni kvenréttinda og ekki einn einasti þingmaður- eða kona mótmælir.
Fjölmiðlar á Íslandi eru hlægilega keimlíkir þeim bandarísku, sem eru eins og flestir ættu að vita, hallir undir þessa vinstri öfga, sem brugðust Hillary svo eftirminnilega, en halda þó enn uppi stöðugum árásum og áróðri gegn Trump í krafti auðæfa leiðtoga þeirra, sem endurspeglast svo hlálega hjá fjölmiðlum okkar.
Það er líklega styttra í að Bandaríkjamenn horfist í augu við þeirra eftirminnilegustu lygar og blekkingar á borð við aðkomu stjórnvalda að morðinu á Kennedy og tortímingu turnanna tveggja, svo ekki sé nú minnst á tunglferðirnar – en að rithöfundurinn Ann Coulter verði boðin velkominn til að halda erindi við íslenskan háskóla.
Kæra fái Ann Coulter ekki að mæta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.