10.4.2017 | 20:55
Ekki lán, heldur þjófnaður.
Aðeins þessi viðbótar fjárveiting til Vaðlaheiðarganga, sem spillt hagsmunaklíkan við Austurvöll hyggst láta almenning fjármagna, kostar hvern íslenskan skattgreiðenda rúmlega fjörtíu þúsund krónur.
Þessi heimskulega framkvæmd, sem aldrei mun gera betur en standa undir viðhaldi og vörslu, er ekkert annað en kjördæmapot og spilling af verstu gerð og ætti tafarlaust að stöðva öðrum þjófum og bjánum til viðvörunar og eftirbreytni.
Til að bæta gráu ofan á svart, þá er útgreftinum mokað beint í fjöruna, í stað þess að keyra hann þennan spotta í flughlað og brautir Akureyrarflugvallar, sem fæli þó í sér örlitla vitglóra.
P.S.
Það blátt áfram blasir við, að þessi óláns Engeyjar stjórn er ekki á vetur setjandi.
Óviðunandi framúrkeyrsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það kostaði áttatíu þúsund krónur á haus, að byrja á þessu illa undirbúna verki. Hver ætli beri mesta ábyrgð á því? Getur verið sá sauður leynist í firði einum, spottakorn austar gangnanna? Spyr sá sem ekki veit.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 10.4.2017 kl. 23:10
Sæll Halldór.
Þörf er allavega á róttækum breitingum.
Jónatan Karlsson, 11.4.2017 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.