26.3.2017 | 11:33
Ef læða gýtur inni í bakaraofni, hvort teljast þá afkvæmin ketlingar eða smákökur?
Í ljósi fréttafluttnings frá þessari síðustu hryðjuverka árás í London, þá endurspeglast greinilega sú stefna yfirvalda í Evrópu að reyna að hylma yfir með sívaxandi ofbeldi og hryðjuverkum innflytjenda.
Það kaldhæðnislega við þessa nýju ógn hryðjuverka er að allar þær þúsundir evrópskra stríðsmanna, sem nú að stríði loknu í Sýrlandi eða Írak eru búnir að raka af sér skeggið og snúnir heim til landanna sem tóku upprunalega á móti foreldrum þeirra með opnum örmum og veittu þeim sjálfum menntun og öryggi, að þessir sömu drengir eru nú sem aldrei fyrr tifandi tímasprengjur fullar haturs.
Þessi frétt var svo dæmigerð, því myndir og nöfn saklausra fórnarlamba árásarinnar voru birt löngu áður en nafn morðingjans var birt, en þá loksins var hamrað á því ítrekað að hann væri Breti og hefði verið skírður Adrian Russell, þó hann hefði síðar tekið upp nafnið Khalid Masood, en nú fyrst nú mörgum dögum síðar með þessari frétt Mbl.is er birt mynd af sjálfum erki-bretanum og dæmi nú hver fyrir sig.
Árásin tók aðeins 82 sekúndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta með kettlingana, fer allt eftir því hvort hitinn er á, eða ekki.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 26.3.2017 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.