18.3.2017 | 11:06
Heimskan ríður ekki við einteyming.
Þessi hugmynd sem nú er komin á teikniborðið hjá Vegagerðinni með öllum þeim kostnaði sem því fylgir, nálgast eiginlega að vera jafn heimskuleg og áformin um hraðlest á milli Reykjavíkur og Keflavíkur og svo ekki sé nú minnst á Vaðlaheiðargöng og Landeyjarhöfn og auðvitað fyrirhugaða lokun Reykjavíkurflugvallar.
Þessar framkvæmdir allar gætu ef til vill átt rétt á sér í fjarlægri framtíð, en t.a.m. nú, þegar beggja vegna hinna ágætu Hvalfjarðarganga og hringinn kringum landið eru að mestu einbreiðir þjóðvegir og að auki hálfónýtir vegna lélegrar hönnunar og viðhalds og eina hindrunin verandi sjálft gjaldtökuhliðið, þá hlýtur hver heilvita maður að sjá að þessi áform eru í besta falli Gale-Mathias.
Ný göng á teikniborðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.