Fá þeir makleg málagjöld?

Um alla þá rannsóknaraðila, lögreglumenn, fangaverði, dómara og aðra þá er stóðu að uppspunnum sakargiftum á hendur þessum varnarlausu krökkum og loks augljósum dómsmorðum á þeim, get ég ágætlega lýst með tveim orðum:

Helvítis kvikindin.
mbl.is „Þetta er andleg píning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Já Jónatan ég tek undir með þér, það sorglegasta er hve svakalega langan tíma það hefur tekið að fá endurupptöku þessara mála, svo langan að tveir þessara sakborninga eru ekki meðal okkar lengur, það er eiginlega alveg illskiljanlegt að Íslenska réttarkerfið til að geta staðið undir nafni skuli ekki fyrir lifandi löngu vera sjálft búið að hafa forgöngu um að þessi mál yrðu krufin til mergjar, kannski eru það mýs en ekki menn sem þar starfa.

Hrossabrestur, 9.3.2017 kl. 21:07

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sammála þér Hrossabrestur.

Er það ekki annars undarlegt, að t.a.m. Kastljós RÚV boði ekki einhverja af fyrstu spunameisturum í viðtöl, í stað þess að ræða einungis við einhver fórnarlömbin sem eru enn ofanjarðar?

Maður skyldi þó ætla að það væri leikur einn fyrir harðsnúna fréttamenn að finna undirskriftir þeirra á aðgengilegum skýrslum málanna, sem nálgast má á www.mal214.com

P.S.

Eini fjölmiðillinn sem virðist hafa einhvern raunverulegan áhuga á að velta um mosagrónum steinum og spyrja spurninga er venju samkvæmt fjölmiðill allra landsmanna: Útvarp Saga

Jónatan Karlsson, 9.3.2017 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband