27.2.2017 | 22:47
Nýjar upplýsingar um hvarf Geirfinns Einarssonar á Útvarpi Sögu.
Það bar til tíðinda í dag, að Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og fyrrverandi rannsóknar lögreglu kona, fjallaði um G & G málin í tilefni endurupptöku þeirra mála og var Haukur Guðmundsson rannsóknar lögreglumaður úr Keflavík viðmælandi hennar.
Haukur var einmitt sá er fyrst kom að rannsókn hvarfs Geirfinns Einarssonar, en því er skemmst frá að segja að Arnþrúður gekk ákveðið að honum varðandi hver fyrstu viðbrögð rannsókar aðila á þessu mannshvarfi voru og kom þar t.d. fram, að nóttina sem Geirfinnur hvarf, þá voru a.m.k. tveir gestir á heimili hans, þ.e.a.s. vinnuveitandi hans og ungur maður, sem flutti reyndar í skyndi af landi brott skömmu síðar, þar sem hann gengur víst enn undir nýju nafni.
Haukur virtist algjörlega sammála Arnþrúði um að ungmennin sem voru dæmd í þessum ljóta spuna hefðu líklega hvergi komið nálægt þessu máli, en nöfn karla á borð við Hallvarð Einvarðsson og Valtý Sigurðsson báru líka á góma í þessu vægast sagt áhugaverða viðtali, sem ég hvet alla til að reyna að hlusta á í endurflutningi á þessari ágætu útvarpsstöð, áður en vinum góða og réttsýna fólksins á RÚV og 365 tekst að keyra þessa líklega vinsælustu útvarpsstöð landsins í þrot.
Bjóst við annarri niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vona að það verði endurflutt í nótt.
Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2017 kl. 01:52
Hvað Erlu varðar þá er uðvitað hlægilegt að láta dóm hennar standa óhreifðan, því þessir sömu spunameistarar eyðilögðu viljandi líf hennar og lögðu henni orð í munn, líkt og við átti um alla framburði hinna ungmennanna.
Jónatan Karlsson, 28.2.2017 kl. 07:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.