Spilling og illur ásetningur íslenskra yfirvalda.

Það er grátbroslegt að lesa úrskurð Endurupptökunefndar þess efnis að engin skilyrði væru fyrir endur upptöku á máli Erlu Bolladóttur.

Íslenska þjóðin hefur horft upp á þennan skrípaleik yfirvalda, sem kallaður hefur verið Guðmundar og Geirfinns mál síðast liðinn fjörtíu árin.

Efni þessa harmleiks snýst að mestu um baráttu spilltra hagsmuna afla fyrir að telja þjóðinni trú um að nokkur utangátta ungmenni hefðu myrt og dysjað tvo unga menn sem hurfu árið 1974.

Þessi ungmenni sem bókstaflega voru svift lífinu af óútskírðum hvötum duldra hagsmuna og að því virðist með einbeittum stuðningi lögreglu og handbenda þeirra hjá fjölmiðlum, en nú virðast þau loksins eiga einhverja von um uppreisn æru, þó enn sé reynt að telja fólki trú um að Erla og Sævar hafi einungis af illum ásetningi skáldað söguna um aðkomu Klúbbs- manna að málinu.

Þetta ljóta mál lyktar langar leiðir og reyndar út fyrir landamæri Íslands, en persónulega þykir mér þó ætíð mestan fnykinn leggja af nöfnum Valtýs Sigurðssonar, Arnar Höskuldssonar og Umba Roy!


mbl.is Ekki skilyrði til endurupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband