5.2.2017 | 12:11
Burt með þessa vanhæfu ríkisstjórn STRAX
Öll verk og enn fremur verkleysi þessarar stjórnar fjármuna aðalsins sýna það svart á hvítu að merg sogin alþýða lýðveldisins verða að rísa upp gegn þessum afætum.
Til að byrja með, þá eru helstu atvinnuvegir þjóðarinnar í óvissu, því verkföll og óánægja ríður þar skiljanlega húsum. Sjómenn eru skikkaðir til að taka þátt í kaupum og endurnýjun flotans án þess að hljóta nokkurn eignarhlut og ekki þykir viðeigandi að láta þá njóta neinna skattfríðinda eða annara hlunninda sökum mismununar, þrátt fyrir að allir fínni pappírar á borð við forstjóra, alþingismenn og aðra embættismenn af öllum toga njóti ríkulegra dagpeninga og styrkja í bak og fyrir.
Þessi ríkisstjórn sem þykist samanstanda af heiðarlegum öðlingum, lætur í veðri vaka að hún vilji einungis láta leynivini sína hjá útgerðarmönnum og baldna sjómenn komast óáreytta að réttlátum samningum, þrátt fyrir að útgerðinni sé veittur nánast gjaldfrjáls aðgangur að auðlindinni og líklega aðeins tímaspurning um hvenær gefið verður grænt ljós á þægar erlendar áhafnir á fiskiskipaflotann, líkt og tíðkast til launa aðhalds í flestum öðrum láglauna greinum.
Þessi stjórn og reyndar samkundan öll inni við Austurvöll lætur sér síðan vel lynda að þiggja sjálf auðmjúklega 45 prósenta launahækkanir umyrðalaust, en stefna síðan enn og aftur að gera tímafrekt stórmál og það helst með þjóðar atkvæðisgreiðslu um hvort aflétta eigi einkasölu ríkisins á áfengi.
Afstaða og orðræði þingmanna og ráðherra í garð þjóðkjörins forseta Bandaríkjanna eru þar fyrir utan kapítuli fyrir sig og með ólíkindum og ótrúlegt hvernig þessir fulltrúar okkar láta teyma sig á asnaeyrunum og er það hvað alvarlegast þegar kemur að ummælum sjálfs Utanríkisráðherra Íslands
Æi, elsku Brynjar minn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef ekki heyrt vinstri flokkana kvarta yfir 45% kauphækkuninni sinni, það eina sem þau og hinir þingmennirnir vilja er lækkun á aukagreiðslunum, sem er bara smá hluti af gríðarlega háum launum og fríðindum þingmanna. Þau breyttu engu þegar þau voru við völd. Og hvað kemur sjómannadeilan þessu við, það eru frjálsir samningar milli vinnuveitenda og sjómanna, ríkisstjórnin á ekki að þurfa að setja lög á vinnudeilur.
Margret S (IP-tala skráð) 5.2.2017 kl. 13:35
Sæl Margrét.
Það er alveg hárrétt hjá þér, hvað þögn þessara svokölluðu vinstri flokka snertir, enda var ég líka að höfða almennt til allra þeirra sem njóta yljarins frá kjöt kötlunum.
Hvað sjómenn og kröfur þeirra snertir, þá er ég auðvitað ekki að gefa í skyn að lög ætti að setja á verkfall þeirra, heldur fremur því óréttlæti að skikka þá til að greiða hlut í endurnýjun útgerðarinnar, án þess þó að eignast nokkurn hlut og hvað skattahlunnindin varðar, þá blasir við í sömu andrá og þeirra kröfum er hafnað óþolandi dagpeninga sukk embættismanna ríkis og bæjar, hvert sem litið er.
Jónatan Karlsson, 5.2.2017 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.