Með mannslíf á samviskunni?

Það er vonandi að sjúklingurinn sem komst ekki á Landspitalann vegna gerræðislegrar ákvörðunar og óskiljanlegrar þvermóðsku borgarstjórnar meirihluta höfuðborgarinnar lifi og heilsist vel, því það er einungis spurning um tíma hér í rok rassgatinu hvenær Dagur B. Eggertsson verður með mannslif á samviskunni, líkt og ég og fjölmargir aðrir hafa óttast og ítrekað varað við.

Það er óviðunandi að lífi og limum landsmanna sé hreinlega fórnað fyrir fjárhagslega hagsmuni og einfaldlega ömurlegt að þjóðin geti ekki áfrýjað óþveranum til dómstóla landsins, því þeir eru lika öllu trausti rúnir.


mbl.is Sjúkraflug komst ekki til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þessi umræða eitthvað öfugsnúin, af hverju þarf alltaf að fara með alla sjúklinga til höfuðborgarinnar..?, það kemur fram að flogið var með sjúklingin til Akureyrar vandræðalaust og ekki vitað annað en að honum/henni heilsist vel enda sjúkrahúsið á Akureyri með þeim bestu á landinu. Mér finnst í raun verið að tala niður til landsbyggðarinnar þegar að flugmaður Mýflugs og aðrir tali um það, að ekkert annað komi til greina en að fljúga með alla sjúklinga til Reykjavíkur vegna þess að heilsugæsluþjónustu á landsbyggðinni sé ekki treystandi.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 07:59

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Helgi.

Á litlu landi getur sérhæfing á borð við flóknar líffæra skurðlækningar varla farið fram nema á einum stað, eða ertu á öðru máli?

Jónatan Karlsson, 29.12.2016 kl. 08:58

3 identicon

Jónatan, er þá ekki rétt að landsbyggðin berjist fyrir því að sjúkrahúsin á landsbyggðinni verði byggð þannig upp að þau geti tekið við alvarlega veikum og slösuðum sjúklingum, svo ekki þurfi að fljúga með alla til Reykjavíkur í yfirfull sjúkrahús þar, í staðin fyrir að berjast gegn eðlilegri uppbyggingu í Reykjavík..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 11:06

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Jæja Helgi.

Eg get auðvitað endurtekið fyrra svar mitt, en geturðu ekki t.a.m. ímyndað hversu óraunhæft það væri að halda úti full skipaðri deild fyrir hjartaaðgerðir á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, þegar blákaldur raunveruleikinn leyfir ekki einu sinni einn fæðingalækni þar?

Jónatan Karlsson, 31.12.2016 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband