30.11.2016 | 23:12
Hvar eru brún egg seld núna?
Eftir atlögu Kastljóss að eggjaframleiðandanum Brún egg og eftirfarandi umfjöllun, þá er ég ákveðinn í að kaupa þeirra egg og enginn önnur, þó þau séu eitthvað dýrari og þó ég hafi hingað til ekki keypt þau.
Ástæðan er einfaldlega sú að skítafýluna leggur hreinlega af þessari vel undirbúnu árás, svona aðeins í stíl við atlöguna gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.
Svona lævís og útpæld vinnubrögð eru örugglega ekki hönnuð af innanbúðar fígúrunum hjá RÚV, heldur öllu fremur af þeim aðilum sem ætla á næstu vikum að krefjast innflutnings eggja frá ESB í jólabaksturinn – hverjir sem þeir nú eru.
Þessir hænur Brún-eggja hafa þó aðeins meira pláss til að hreifa sig, en tíðkast hjá hefðbundnum eggja framleiðendum og jafnvel þó að nokkrar mýs hafi sést hjá þeim á undanförnum árum, þá kýs ég þær frekar en einhverjar fúkkalyfja bombur í skurni frá austur-Evrópu.
Skoða að fá utanaðkomandi vottun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Verði þér að góðu! Ekki aðeins ertu réttsýnn prinsippmaður sem vilt ekkert nema egg úr píndum hænum, nei, þú ert ónískur líka og telur ekki eftir þér að styðja við þennan málstað með krónunum þínum.
Brúneggjabræður eiga hana í horni þar sem þú ert :)
Óli Jón, 1.12.2016 kl. 03:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.