27.11.2016 | 12:41
Leppar eða undirlægjur?
Eins og fram kemur í fréttinni um andlát Castro, þá er vitnað í orð þjóðarleiðtoga sem senda venju samkvæmt samúðarkveðjur til Kúbönsku þjóðarinnar, en ekki er nefnt einu orði að Forseti Íslands eða Forsætisráðherra Íslensku þjóðarinnar hafi komið okkar samúðarkveðjum á framfæri.
Getur það hugsast að þeim hafi yfirsést andlátsfréttin, eða að þeir bíði eftir að fá nánari fyrirmæli frá Obama eða Stoltenberg fyrir viðeigandi viðbrögðum Íslendinga?
Talandi um lágkúru, þá var formaður eða forseti dómarafélags Íslands í útvarpsviðtali þar sem hann var hreinlega gapandi undrandi á því að hann og óaðfinnanlegir starfsbræður hans nytu ekki trausts þjóðarinnar.
Sagan mun dæma Castro segir Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.