25.10.2016 | 22:43
Veðja á dræma kjörsókn á laugardaginn.
Líklega eru þúsundir Íslendinga í þeim sporum, að þeir geta ómögulega stutt neitt framboð í komandi kosningum. Líklega lafa því núverandi stjórnvöld áfram með stuðningi einhvers smá-flokks sem viljugur er að selja hugsjónir og loforð fyrir lítið.
Auðvitað getur að mínu mati enginn heiðarlegur maður lagt nafn sitt við neinn þeirra spilltu flokka sem gjarna eru kallaðir fjórflokkurinn, svo ekki sé talað um smábrotin sem dreyma um frægð og frama með Evrópu sambands aðild.
Þá var eiginlega aðeins eftir Flokkur fólksins, en eftir að hafa heyrt formannin glaðbeitta reifa áform um byggingar heilu fjölbýlishúsana fyrir flóttamenn og hælisleitendur, þá blasti við að lítið yrði nú eftir handa íslensku smælingjunum, þó hugmyndin um að nýta skattfé lífeyrissjóðanna væri góð.
Líklega fylgist ég bara líkt og fjölmargir aðrir með þessum kosningunum úr öruggri fjarlægð.
Enginn sáttmáli fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.