22.10.2016 | 11:47
Vonbrigði á vonbrigði ofan.
Það á líklega við marga aðra en mig, nú viku fyrir kosningar, að stóra spurningin er einungis hvort við sitjum heima, eða reynum að finna illskásta kostinn á kjörseðlinum, því auðvitað kemur enginn gömlu spillingar flokkanna til greina og nýju valkostirnir vægast sagt ekki gæfulegir.
Fyrir aðeins örfáum dögum virtist vera um tvo valkosti að ræða fyrir þrautpíndan ótengdan skattborgara, en fyrst sýndi Íslenska þjóðfylkingin sitt raunverulega andlit og hreinlega koðnaði inn í sjálfa sig og síðan þá toppaði formaður Flokks fólksins samkeppni allra hinna flokkana um sem höfðinglegasta mótöku fyrir þurfandi jarðarbúa, þó byggja þyrfti heilu blokkirnar fyrir málefnið.
Í grunnstefnu Flokks fólksins er reyndar mjálmað um fátæka og aðþrengda íslenska kjósendur, en aðeins nándin við alla þessa stjórnmálaskörunga virðist hafa haft þessi líka göfugu áhrif á stefnumál flokksins á allra síðustu metrunum, en ég ætla að láta mér nægja að halda áfram að styrkja SOS-barnaþorpin í friði og leyfa Flokki fólksins að byggja ný blokkarhverfi, en án minnar aðkomu.
Fjandi lítið og lélegt fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.