Er Morgunblaðið í dag orðinn hálf ómerkilegur snepill?

Það er t.a.m. spaugilegt að fylgjast með einörðum stuðningi blaðsins við síðustu árásir flokkseigenda Demokrata í Bandaríkjunum á Donald Trump, sem lýsa þó auðvitað engu betur en örvæntingu þeirra sjálfra.

Af gömlum vana oppna ég blaðið til að leita fregna af helstu fréttum sem ég hef haft spurnir af og er ég þar auðvitað helst að vísa til ótrúlegra vinnubragða ríkissaksóknara í samkrulli við Hæstarétt í sýknu úrskurði þeirra á borðliggjandi þriggja milljarða þjófnaði einhvers vildarvins þeirra – án þess að ég fari frekar út í það.
Önnur var sú frétt sem mig þyrsti í var sú að í gær eða fyrradag hefði sérsveit lögreglunar verið send að Krókhálsi 5, en eins og athugulir Íslendingar vita, þá er búið að opna þar aðstöðu fyrir glænýja hælisleytendur.

Hvoruga þessara áhugaverðu frétta var að finna stafkrók um í þessu fyrrum fréttablaði allra landsmanna, heldur voru það aðeins mjúkar fréttir af bangsa lækningum læknanema, ágæti kynorku og nýja reglugerð um fæðingarorlof – og síðan auðvitað nýjasta nýtt af kvenfyrirlitningu Donalds.

Eitt má þó Morgunblaðið þó enn eiga, en það eru fínar dánartilkynningar og afbragðs minningargreinar, en fréttamennskan og jafnvel einfaldar þýðingarnar eru til háborinnar skammar.


mbl.is Fórnarlamb ófrægingarherferðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hverju orði sannara Jónatan og svo RÚV. Frétta mennska er engu betri en annarstaðar og ekki bara í Bandaríkjunum. Það er öllum ljóst að Trump verður fyrir árásum frá öllum sem vilja kalla sig Glóbalista þjóðir og Ísland nærist á þeirri hugmyndafræði.  

Valdimar Samúelsson, 17.10.2016 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband