11.9.2016 | 10:49
11.sept. 2016 Tímamót í baráttunni um Hvítahúsið
Tímamót í baráttunni um valdamesta embætti jarðarinnar eru að verða lýðnum ljós, nú þegar Hillary Clinton biðst í fyrsta sinn opinberlega afsökunar á óheppilegum ummælum sínum.
Andstæðingur hennar hefur legið undir stöðugum árásum í öllum helstu fjölmiðlum vestanhafs og hefur haturs áróðurinn gegn honum meira að segja teygt anga sína hingað til Íslands.
Það hefur hreinlega verið fróðlegt að fylgjast með nýjustu tækni í áróðri og heilaþvotti beitt í svo ríkum mæli að jafnvel íslenskar húsmæður og skólabörn fordæma og fyrirlíta Donald Trump, svo ekki sé nú talað um hið svokallaða “intelektuella” lið sem hreinlega froðufellir ef hann ber á góma.
Líklegt verður að teljast að Bandaríska þjóðin muni velja breytingar og muni hafna þeirri skuggalegu heimsmynd sem Hillary og félagar standa fyrir og það enn frekar eftir að frambjóðendurnir þurfa að standa augliti til auglitis fyrir málstað sínum frammi fyrir þjóðinni í beinni útsendingu.
Clinton biðst afsökunar á ummælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.