Þessir bónusar eru aðeins lýsandi dæmi um viðvarandi spillingu.

Ástand spillingar og sjálftöku hér á Íslandi eru komið á það stig, að hér er talað og skrifað opinskátt um nafngreinda ráða- og áhrifamenn sem standa berleggjaðir á mykjuhaug verka sinna frammi fyrir alþjóð, án þess að þeir reyni að hylja nekt sína og verk, þrátt fyrir auðsveipa vildarvini í stétt þeirra embættismanna er gæta eiga laga og réttar.

Vafasöm verk og ákvarðanir nafngreindra ráðherra og æðstu yfirmanna ríkisstofnana eru t.a.m. sum hver með þeim hætti að einungis getur verið um stórkostlega vanhæfni eða að öðrum kosti um augljós óheilindi að ræða, þar sem lykilorðin eru á mannamáli: Þjófnaður og mútur.


mbl.is Telja bónusgreiðslur óásættanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er leið til að stoppa svona bónusarugl, bara setja 95% skatt á bónusa sem fara yfir 100 þúsund islenskar krónur.

Vandamálið er að sjúklingarnir í geðveikrahúsinu við Austurvöll mundu aldrei þora að setja svoleiðis lög, því þá yrðu yfirmenn þeirra í peninga elítunni reiðir.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.8.2016 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband