Arfa vitlaus hugmynd

Þessi áætlun um að grafa önnur göng við hliðina á núverandi Hvalfjarðargöngum, eða með öðrum orðum tvöfalda þau er einhver heimskulegasta umferðaráætlun sem fram hefur verið varpað, nema ef til vill burtséð frá því að hefja hraðlestar rekstur á milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar.

Að vísu hefur verið að skapast ákveðin hefð fyrir vanhugsuðum umferðarmannvirkjum á borð við Landeyjahöfn, Vaðlaheiðargöng og nú síðast atlöguna að Reykjavíkurflugvelli, en í þessu tilfelli er það líklega fremur blómlegur fjárhagsrekstur Spalar, fremur en kjördæmapot eða heimska, sem er rót þessarar tillðgu.

Hér á Íslandi skortir tilfinnanlega fjölda umferðarmannvirkja á borð við göng bæði á Vestfjörðum og Ausfjörðum, svo ekki sé minnst á tvöföldun hringvegarins, t.a.m sitt hvorumegin við þessu umræddu göng og auðvitað gera flestir akandi höfuðborgarbúar sér ljósa grein fyrir hörmulegu ástandi vegamála í Reykjavík.

Nú ættu þeir Spalarmenn einfaldlega að standa við samninga um að hætta gjaldtöku þegar göngin væru að fullu greidd og fjarlægja einu hindrunina sem tefur eðlilega umferð í gegn um göngin, en það eru auðvitað ekkert annað en gjaldtökuhliðin eins og allir sjá.


mbl.is Þrýst á um tvöföldun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband