Lesið á milli lína.

Þessi frétt um dauða þessa óhamingjusama unga manns er ágætt dæmi um tilgang fréttaflutnings sem missir herfilega marks, ef grannt er skoðað.

Tilgangur þessarar fréttar er auðvitað sá að sýna okkur hér á Vesturlöndum hve hörmuleg lífskjör vesælings fólkið þarf að búa við í Tíbet, sem og auðvitað allstaðar í Kína, þar sem mannréttindi og frelsi eru daglega fótum troðin að sögn sömu fréttaveitna.

Það tragikomiska við myndskreyttar fréttir af óhamingju og tíðum sjálfsvígum “Tíbeta” á s.l. árum er nefnilega sú staðreynd, að hinir látnu virðast helst hafa átt sér það sameiginlegt að vera búsettir utan og jafnvel fjarri Tíbet og oftar en ekki tengdir hinum illræmdu fyrrverandi stjórnvöldum landsins og einmitt þeim sömu sem rekin voru af kúguðum löndum sínum í útlegð með öllu sínu hyski fyrir mannsaldri síðan.

Eftir því sem best er vitað, þá una Tíbetar í Tíbet nefnilega hag sínum ágætlega í takti við batnandi lífskjör almennings, eins og reyndar á við um aðrar þjóðir í hinu víðfema ríki Kínverja, líkt og t.a.m. ýmsir víðförulir Íslendingar geta borið vitni um.


mbl.is Táningur kveikti í sjálfum sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband