8.1.2016 | 22:54
Mafía er hún og Mafía skal hún heita.
Hér sannast hreinlega SVART Á HVÍTU - enn einu sinni að Íslendingar eru nákvæmlega eins rotnir og spilltir eins og aðrar þjóðir, þó við látum í veðri vaka að við séum heimsmeistarar í heiðarleik og spilling tíðkist ekki, eins og yfirmenn lögreglu reyna nú allir að kyrja.
Svo aðeins sé minnst á mútur og fíkniefni, þá hafa á síðustu áratugum fundist nokkrar risa sendingar af kókaíni, sem ekki er eiturlyf venjulegra dópista, heldur öllu heldur hins svokallaða þotuliðs.
Það á gildir auðvitað sama regla um kókaín og annað smygl, að aðeins lítill hluti er hald lagður af yfirvöldum og undantekninga laust sleppa eigendur og höfuðpaurarnir, en peðin sitja eftir því þau hljóta oftast samúð og jafnvel styttingu á refsivist, vegna yfirhylmingar þeirra um höfuðpaura með ráð og dáð eins og nú síðast lítur út fyrir, þ.e.a.s. samstarfsmann í innsta hring lögreglunnar.
Hvað mútur snertir, þá hafa lögreglumenn og tollverðir auðvitað hér líkt og annarstaðar oft fallið fyrir freistingunni og lagt sitt af mörkum til þess að þessir efnuðu athafnamenn geti sogið þessi eitt eða tvö mánaðarlegu kíló áhyggjulaust í nefið, en stórfelldar alþjóðlegar peningagreiðslur á erlenda bankareikninga til stjórnmálamanna eru auðvitað sama spillingin, nema þá eru mútuþegunum auðvitað bara greitt fyrir pólitíska afstöðu eða jafnvel aðeins fyrir að kjósa eins og fyrir þá er lagt.
Þegar valdamiklir stjórnmálmenn taka undarlegar ákvarðanir og þjóðfélagslega óhagkvæmar í ofanálag og það í þágu stórveldis sem hefur nýlega upplýst að hafa greitt u.þ.b. 750 milljarða fyrir einmitt mútur og smurningu í þágu byltingarinnar í Úkraínu, þá hringja allavega mínar aðvörunar bjöllur, þó bjöllur heiðursfólksins góða og heiðvirða niðri á Hverfisgötu bæri ekki á sér.
Sex ára fangelsi liggur við brotunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.