Dauðateygjur stórveldis

Það hefur lengi verið grunur um að Tyrkir væru þeir aðilar sem keyptu þá olíu er ISIS hefur helst fjármagnað starfsemi sína með og nú er það staðfest.

Auðvitað er þessi atburðarás er nú ber fyrir augu í raun og veru aðeins sorgleg birtingarmynd dauðastríðs stórveldis, sem neitar að horfast í augu við þá staðreynd að tími þess sem öflugasta stórveldis jarðarinnar sé að líða undir lok.

Örvæntingarfullar tilraunir Bandaríkjamanna til að efla til ófriðar og etja saman hvort heldur andstæðingum sem bandamönnum út um allar jarðir til þess eins að bæta tapaða vígstöðuna eru í raun og veru aðeins sorglegar.

Það liggur fyrir að haukarnir í Washington munu öllu til fórna áður en þeir láta eftir forustusætið og munu með glöðu geði fórna öllum sínum "nánustu vinum" í þeim ragnarökum áður en það verður.

Það er nú aðeins vonandi að Frakkar og Bretar snúi baki við geðbiluðum "keisaranum" áður en kjarnorkustyrjöld sprengir Evrópu aftur á steinöld.


mbl.is Mikil samstaða innan NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband