Opið svar til Árna Matthíassonar, umsjónarmanns bloggs mbl.is

Sæll Árni
Þú biður mig að nefna dæmi um nafngreinda Íslendinga sem Vilhjálmur stundar að svívirða. Hér tilgreini ég t.a.m. nýlega bloggfærslu frá honum, þar sem hann er augljóslega fremur að beina skrifum sínum til annara, en hefðbundinna lesenda þessa bloggs, því eins og þú sérð þá ritar hann níðið á ensku.
Helstu ástæður skrifa slefberans í þessari síðustu færslu hans eiga eflaust rætur sínar að rekja til síðari heimstyrjaldarinnar og haturs í garð þeirra er aðhylltust stefnu Þriðja ríkisins og sviku jafnvel eigin landsmenn fyrir þá hugsjón.

Það grátbroslega við þessi skrif og hegðun Vilhjálms alla, er að þessir einstaklingar sem hann fyrirlítur og hatar svo brennandi, eru eða voru ekki svo ólíkir honum sjálfum að innræti, sem svo augljóslega gengur erinda annara en eigin þjóðar, eins og við blasir t.d. í eftirfarandi bloggi hans:

"16.11.2015 | 20:05
The big-Cocked anti-Semitic Satire of Iceland ejaculates again"

Kvörtun mín til umsjónarmanns bloggs mbl.is og svar hans:

Nafngreindir Íslendingar, lifandi og látnir svívirtir - ítrekað
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson/Fornleifur heldur úti bloggi hér hjá mbl.is þar sem hann hefur fjarlægt hlekkinn til að tilkynna um óviðeigandi tengingu við fréttir - auk þess að hann lokar á aðgengi tölva sem eru líklegar til að andmæla róginum.
Svona augljós rógburður og illmælgi á ekki að líðast á þessum fremur þokkalega fjölmiðli, sem mbl.is verður þrátt fyrir allt að teljast.

-

Sæll vertu.
Hvaða nafngreinda Íslendinga, látna eða lifandi, er Vilhjálmur að svívirða?arnim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nú ekki kauði fyrst og fremst að níða sjálfan sig með þessum skrifum sínum. Sé enga ástæðu til að gera stórmál úr því.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.11.2015 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband