25.10.2015 | 16:09
Ójafn ljótur leikur
Auðvitað væri réttast að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael vegna framkomu þeirra gagnvart vopnlausum íbúum Palestínu, nema að einhverjum finnist í alvöru að grjót og heimasmíðaðar rakettur, sem eru það "öflugar" að þeim er safnað saman eftir lendingu og hafðar til sýnis í grindum fyrir gesti og gangandi.
Maður kynni að velta því fyrir sér af hverju ekki er orðið við óskum íbúa Gaza og Vesturbakkans um vernd friðargæsluliðs S.Þ. en svarið er auðvitað að Ísraelsk stjórnvöld vilja frekar láta eigin morðsveitir annast þá "friðargæslu" í skjóli neitunarvalds ríkisins sem á heiðurinn af yfir 80% af vopnasölu heimsins.
Annað mál er auðvitað að fögur fyrirheit Vg hafa ekki reynst dýr þegar á hólminn var komið, eins og nær allir ættu að muna frá stjórnartíð þeirra.
Samþykktu að slíta sambandi við Ísrael | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í Kóraninum stendur, a.m.k. á tveimur stöðum, að Allah gaf Ísraelsmönnum þetta land.
Sjá >>>> Sura 5 – verse 21; sura 26 – vers 59.
Einnig er í þessari sömu bók, margoft minnst á Salómon konung og hans ríki.
Hvergi í Kóraninum er minnst á Palestínu.
Eigum við að hunsa þessa bók, sem margir múslimar eru tilbúnir til að deyja fyrir og drepa?
Jóhannes (IP-tala skráð) 25.10.2015 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.