24.10.2015 | 20:05
Heimskra manna ráð.
Helstu rökin fyrir að halda áfram með fyrirhugaðar bygginga framkvæmdir við Hringbraut eru þau, að ekki sé nú lengur til setunar boðið, því að svo löngum tíma hafi verið varið í böðlast áfram með byggingar áformin á þessari óskynsamlegu staðsetningu, þvert á alla rökhugsun og ráðleggingar aðkeyptra sérfræðinga.
Þess má að auki geta, að forsætisráðherra er mótfallinn staðsetningu nýbygginga við Hringbraut, enda menntaður í skipulagsfræðum, sem ekki verður sagt um samráðherra hans í heilbrigðisráðuneytinu, sem fyrir utan stuðning sinn við "Hringavitleysuna" berst helst fyrir að samkynhneigðir fái að gefa blóð og að notkun staðgöngumæðra verði lögleidd - sem hvoru tveggja er sömuleiðis þvert á álit sérfræðinga.
Halda Landspítala við Hringbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.