Hnignun Sjálfstæðisflokksins

Það er ekki undarlegt að hinn fornfrægi Sjálfstæðisflokkur sé í andaslitrunum, rétt eins og málefnaval og umsvif hins árlega landsfundar flokksins bera glögglega með sér.

Gamalgrónir og heiðvirðir sjálfstæðismenn og konur virðast ekki lengur hafa geð í sér til að lýsa yfir stuðningi í orði eða borði við þennan gamla og göfuga málstað, sem nú stendur bersyndugur og öllu trausti rúinn frammi fyrir alþjóð.

Það eru ekki aðeins leiðtogar og talsmenn flokksins sem hafa hver á fætur öðrum orðið uppvísir að ósannindum og óheillyndum, heldur er þetta málgagn sem stór hluti þjóðarinnar er hreinlega alin upp með við morgunverðar borðið orðið svo auðvirðilegt, að málefnin og hugsjónirnar sem þessu blaði var ætlað að framfylgja undir handleiðslu harðsnúinna hugsjónamanna, hefur nú vikið fyrir andlausum pennum sem huglausir fylgja hagsmunagæslu auðlinda "eigenda" landsins.

Borgarstjórnar flokkur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er ekki skömminni skárri, því hann situr aðgerðalaus og þögull hjá spilltu hyskinu sem fer með stjórn höfuðborgarinnar og lætur ólukkuna og svínaríið sem yfir almenna borgara gengur, sem vind um eyru þjóta.

Framganga borgarstjórafígúrunar í síðustu valdníðslunni sem snýr að
friðunarferli hafnargarðsins, svo ekki sé nú minnst á flugvallar- og spítala framgönguna alla, er því miður aðeins dæmigert fyrir dugleysi þessa umrædda fólks.


mbl.is Hanna Birna: Uppgjör bíða bóka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband