30.8.2015 | 11:06
Háttvirtir hræsnarar
Hér stíga fram málsmetandi einstaklingar og þingmenn er vekja vilja athygli á yfirþyrmandi góðu hjartalagi sínu og náungakærleika og kappkosta að yfirbjóða hvorn annann varðandi fjölda þeirra flóttamanna og hælisleytenda er Íslendingum beri hreinlega að bjóða velkomna og það auðvitað með höfðinglegri framfærslu og allri þjónustu.
Þetta er ljóta hræsnin og líklega helst til þess falin að uppskera atkvæði fólks á borð við þann hóp sem nú safnar í gríð og erg undirskriftum á "fésbók" til stuðnings þessari sáluhjálp kverúlantanna, sem virðast eiga það helst sameiginlegt að tilheyra þeim hluta Íslendinga sem ná endum ríflega saman um mánaðarmót og oftar en ekki á jötu hins opinbera.
Eins og sést iðulega á myndefni af þessum straumi flóttafólks, þá virðist a.m.s.k. 80% hópsins vera ungir menn sem telja má fullvíst að í þeim hópi leynist fjöldi liðhlaupa og glæpamanna, auk liðsmanna hryðjuverkasamtaka sem hyggjast hefja nýtt líf með hreinan skjöld í Evrópu eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Ástæður þessa flóttamanna vandamáls eru ekki náttúruhamfarir eins og jafnvel bláeygustu bjánar hljóta að viðurkenna, heldur valdabrölt og vopnaskak stórvelda og auðhringa og eru Svíar frændur okkar ágætt dæmi um tvöfeldni þá og hræsni, er borin er á borð fyrir fátæka Íslendinga, þegar fjallað er um fjöldann sem okkur "ber" að taka við.
Það vill nefnilega þannig til að Svíar eiga beinan þátt að þessu máli því þeir eru stórtækir vopnaframleiðendur og þykja t.a.m. Boforrs vopn þeirra alveg á heimsmælikvarða, auk þess að vera fremstir meðal jafningja í hönnun og framleiðslu jarðsprengja.
Fyrst byrjað er að safna undirskriftum til friðþægingar þeirra aflögufæru, þá væri auðvitað aðeins réttlátt og eðlilegast að láta þjóðirnar tvær sem búa hér á skerinu ganga til þjóðaratkvæðisgreiðslu um hvort við höfum efni á að sýna þennan höfðingskap, áður en jafnræðis og réttlætis gagnvart eigin smælingjum í þjóðfélaginu er gætt og láta einu sinni lýðræðið ráða för.
Ef Íslendingar vilja veita þessu flótta fólki raunhæfa hjálp, þá gætum við boðið hjálparsamtökum á borð við Rauða Krossinn ódýr eða jafnvel ókeypis matvæli til dreifingar í flóttamannabúðum utan landamæra Schengen, en ekki búið til ný óyfirstíganleg vandamál til viðbótar þeim sem fyrir eru nú þegar á Íslandi.
Ég ætla ekki að nefna einhverja tölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góðar athugasemdir hjá þér Jónatan.
Hjartanlega sammála.
Björn Jónsson, 30.8.2015 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.