29.8.2015 | 10:19
Vanhæfur forstjóri?
Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans getur þess vegna verið ágætur maður og hæfur til að sinna yfirumsjón með rekstri sjúkrahúss, en hann sýnir það og sannar að bókvit og menntun hefur lítið með skynsemi og heilbrigða hugsun að gera, svo ekki sé nú minnst einu orði á óeðlilega hagsmunagæslu.
Það liggur fyrir að þörf er á nýjum byggingum fyrir ný tæki og breytta tíma í nútíma heilbrigðisþjónustu og eru allir því sammála, en staðarval þessara framkvæmda er þrætueplið.
Það ætti að vera hverjum heilvita manni ljóst að fyrirhuguð uppbygging við Hringbraut, sem berja á í gegn með góðu eða illu er í raun og veru sú eina staðsetning þessara framkvæmda, sem nefndar hafa verið til sögunar sem hægt er að útiloka af mörgum ástæðum og mætti því einfaldlega kalla þá fyrirætlun arfavitlausa.
Skynsamlegast er líklega að byggja við Borgarspítalann og hefjast tafarlaust handa við að reisa nýbyggingar þær er mest eru aðkallandi og er ég þar t.d. með byggingu utan um höfðinglega gjöf Kára Stefánssonar í huga.
Ég vil hvetja alla málsmetandi menn, t.a.m. karla á borð við fyrrnefndann Kára að láta nú ljós sitt skína og lýsa feimnis- og hikstalaust áliti sínu á þessu máli svo komið verði í veg fyrir þetta stórslys við Hringbraut.
Hringbraut heppilegasta staðsetningin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.