Ríkir og fátækir á Íslandi.

Guðjón E. Hreinberg, heimspekingur, fjallar um óréttlæti og misskiptingu í íslensku þjóðfélagi, í tilefni af þessari frétt um ÍLS í ágætri bloggfærslu sinni sem hann nefnir: "Hnýpin þjóð á götunni"

Ég get tekið undir með honum, hvað flokkun þjóðarinnar í þrjá hópa varðar, en set þó sjálfur hópana sem hann nefnir Skuggavald og Elítu undir sama hattinn og læt nægja að líta á Íslendinga sem einungis tvær þjóðir.

Auðvitað færi nærri að troða mætti gjörvöllu "Skuggavaldinu" eða m.ö.o. sjálfri valdastéttinni og þeirra allra nánustu í eina velvaxna breiðþotu, en hinn hópurinn sem hann nefnir með réttu "Elítu" er að mínu mati gríðarlega fjölmennur, því þar innanborðs eru ekki einungis þeir sem daglega hafa tækifæri til að maula í sig brauðmolana af hlaðborði höfðingjanna, heldur eru þar niðjar fyrrum erindreka, húskarla og handbenda þeirra, jafnvel allt aftur til seinni hluta nítjándu aldar.

Einmitt þessar niðjar sem erft hafa mann fram af manni, eignir, tengsl og það öryggi allt og þægindi sem því fylgir í lífsbaráttunni hér í bévaðri klíku spillingunni, eru auðvirðilegastir allra, því þeir sigla jafnvel oftar en ekki undir fölsku flaggi og þykjast hafa komist áfram af eigin rammleik og dugnaði, en styðja síðan þrátt fyrir fögur fyrirheit ríkjandi fyrirkomulag þegar á hólminn er komið.


mbl.is ÍLS hefur selt 1.654 íbúðareignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband