25.7.2015 | 15:25
Sigmundur virðist óhræddur við að láta í ljós skoðun sína.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðist enn og aftur þora að taka undir með áliti meirihluta almennings og er það vel.
Skoðanir hans bergmála nánast í holu stjórnar samstarfinu, enda hans eigin flokksmenn lítið skárri en augljósir gæslumenn spillingar og hagsmunagæslu í samstarfsflokknum, þeim er kendur er við kolkrabba.
Sigmundur og flokkur hans stæðu örugglega sterkari í skoðanakönnun ef ekki væri vegna gjörsamlega vanhæfra ráðherra Framsóknarmanna, eða þeirra er fara með stjórn Utanríkis, Landbúnaðar og sérstaklega þó Velferðar ráðuneytis, en þetta fólk á greinilega ekki samleið með þjóðinni, eins og verk þeirra bera með sér.
Kallar áform Landsbankans ögrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.