4.7.2015 | 17:38
Boltaleikir kvenna
Þessi grein Víðis Sigurðssonar setur spurningarmerki við getu og færni kvenkyns knattspyrnudómara á hæsta plani, ef svo mætti t.a.m. kalla dómgæslu á heimsmeistaramóti kvenna í Kanada, nú um þessar mundir.
Ég má nú til með að varpa fram skoðun minni á þessum málaflokki öllum, þó svo að hún falli eflaust í grýttan jarðveg.
Kvennaknattspyrna er aðeins ein birtingarmynd "jafnréttis" byltingarinnar, þar sem konur eða öllu heldur stúlkur vilja spreyta sig í gamal grónum "karlaíþróttum" sem er út af fyrir sig í besta lagi, en jafnréttið sjálft nær þó ekki lengra en svo, að af augljósum ástæðum, þá hafa konur ekki burði til að spila á jafnréttisgrunni við karla í fótbolta, líkt og reyndar á við um flestar aðrar íþróttir.
Hvað íþróttaiðkanir þessara ungu kvenna snertir, þá eru boltaleikir sannarlega ekki sú versta dægradvöl sem hægt er að hugsa sér að ungar stúlkur iðki, en óneitanlega verð ég að viðurkenna, að ég er orðinn hálf þreyttur á að fylgjast með útsendingum fjárvana ríkis sjónvarps kvöld eftir kvöld frá knattiðkun kvenna, þar sem tæknimenn sjónvarps sýna helst hæfileika sína með því að láta upptökuvélar fylgja gangi leikja í einhverskonar "pendúl" hreifingu, líklega til þess eins að tóm áhorfenda svæðin stingi ekki of í augu "varnarlausra" sjónvarps áhorfenda.
Til að bæta gráu ofan á svart, þá eru það ekki einungis hæverskir heimilisfeður, sem hafa takmarkaða ánægju af þessu "sprikli" stúlknanna, heldur hljóta jafnvel sótsvartir öfga femínistar að sjá að áhugi "venjulegra" kvenna liggur ekki á þessu sviði, eins og allar aðsóknartölur á veigamestu kappleiki þeirra sýna, auk þess sem auðvelt er að gera eigin skoðanakönnun og spyrja einfaldlega næstu konu um stöðu efstu liða í hinum ýmsu boltaleikjum kvenna og komast þannig að því að flestir konur hafa ekki minnstu hugmynd um rétta svarið.
Auðvitað gegnir allt öðru máli um kvennaíþróttir á borð við fimleika og dans, þar sem meðfædd fegurð og yndisþokki kvenna nýtur sín til fullnustu.
Að lokum verð ég að þó sem einlægur jafnréttissinni að láta það fljóta með, að mér er fyrirmunað að skilja ástæður þess að frábærar íþróttakonur hugans berjist ekki fyrir að fá að keppa við karla á fullum jafnréttisgrunni og er ég þar auðvitað með hinar göfugu íþróttir skák og bridge í huga.
Kynjaskipting - er hún til góðs? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.