Borga striðglæpir sig?

Það væri nánast dæmigert ef alþjóðasamfélagið dæmdi fórnarlömbin í flóttamannabúðunum sek af stríðs glæpum.

Palestínumenn hafa hrópað á aðkomu alþjóðlegs friðargæsluliðs, en hernámsliðið hefur með stuðningi Bandarikjanna ákveðið að annast þá "friðargæslu" sjálfir.

Það er aðeins sorglegt að heyra stuðningsmenn innrásarliðsins verja glæpi og yfirgang Ísraelsmanna með rökum á borð við að Guð hafi gefið gyðingum þetta land og öll þessi grimmdarverk því réttlætanleg.


mbl.is Hafna ásökunum um stríðsglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kalt svar: já, stríðsglæpir borga sig.

Það eina sem þarf, er meira lið, betra lið, fleiri vopn (eða í flestum tilfellum bara að vera vopnaði aðilinn) og nú í seinni tíð að stjórna fjölmiðlunum.

Stundum kemur allt saman, stundum ekki.  En eftir hvert þjóðarmorð situr eftir hópur manna með aðeins meira land og enga hryðjuverkamenn.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.6.2015 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband