Hverjar eru annars kröfur hjúkrunarfræðinga?

Það er ljóst og liggur fyrir að stórir hópar sem eru í aðstöðu að beita fyrir sig börnum eða sjúklingum til að mjaka sér ofar í goggunarröðinni, hika ekki við að fórna öryggi varnarlausra skjólstæðinganna ef svo ber undir.

Það er hvergi hægt að sjá tölur um útborguð meðal laun þessarar stéttar og hvergi hef ég séð hvaða krónutölu eða þá prósentu hækkun þær krefjast og væri gott ef einhver gæti svarað því.

Síðustu kjarasamningar segja nefnilega alla söguna:

Þá sættist ASÍ á hófsama 3,5% launahækkun gegn loforði um aðhald og staðfestu stjórnvalda í von um stígandi lukku, en þau fyrirheit voru lítils virði og ekki var liðin langur tími þegar framhaldsskóla kennarar ruddust fram með stórfelldar launakröfur, sem þeir kölluðu "launaleiðréttingu" sem þeim var "fúslega" veitt og eftirfarandi skriðu þekkja allir.

Er ekki rétt að þjóðin láti nægja í fyrstu umferð að hækka aðeins lægstu dagvinnulaun í lágmarksframfærslu viðmið og taka síðan upp frekari stillingar og "leiðréttingar" eftir t.a.m. eitt ár?


mbl.is Verkfall hjúkrunarfræðinga hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og "lágmarksframfærsla" er reiknuð verður aldrei hægt að hækka lægstu dagvinnulaun í "lágmarksframfærslu". "Lágmarksframfærsla" reiknast útfrá útgjöldum en ekki þörf. Kaupi fólk sér almennt eitthvað fyrir launahækkanir þá hækkar "lágmarksframfærsla". Að hækka taxta lægstu dagvinnulauna í "lágmarksframfærslu" er því eltingaleikur sem engan enda tekur nema hægt sé að tryggja að hækkunin fari öll undir koddann. Svo má benda á það að útborguð meðal laun þeirra sem eru á lægstu töxtunum eru yfir "lágmarksframfærslu" viljir þú endilega miða við útborguð meðal laun stétta frekar en kauptaxta.

Jós.T. (IP-tala skráð) 27.5.2015 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband