1.5.2015 | 10:55
Ekki orð um nýtt fiskveiðifrumvarp á Mbl.
Það er æpandi staðreynd að hvergi á þessari vefsíðu er fjallað um ógeðfeldar fyrirætlanir erindreka þeirra útgerðamanna sem nú hyggjast lögfesta eignarétt sinn til frambúðar á fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar.
Fyrsta skref þeirra er auðvitað að setja lög um sex ára eignarrétt á makrílinn, með nánast óafturkræfum uppsagnarákvæðum.
Hvað þessar óskir Kristjáns Loftssonar um hlutleysi lífeyrissjóða varðar, þá eru þær aðeins hlægilegar, því þeim kröfum mætti líkja við að vændiskaupandi skipaði vændiskonuni að hafa augun lokuð.
Dauðaþögnin um þessi áform er skiljanleg hér á Morgunblaðinu, en óskiljanleg þögnin á RÚV er fyrirlitleg, en þó í samræmi við þöggun þá er þar ríkir um gjörðir og svik fyrri stjórnar t.a.m. stórfeldar ákærur Víglundar Þorsteinssonar á hendur Steingrími J. Sigfússonar.
Áhugaleysi fjölmiðla á borð við Fréttablaðið og D.V. er flóknara en auðvitað engu síður hagsmunatengt.
Eini fjölmiðillinn sem heldur uppi einhverri andstöðu við þessi "glæpsamlegu" áform ríkisstjórnarinnar er sömuleiðis sá eini sem gæti fallið undir skilgreininguna fjölmiðill þjóðarinnar er lítil útvarpsstöð sem heitir Útvarp Saga - fm99,4 - www.utvarpsaga.is
Einhverjir föðurlandsvinir vinna nú að því að koma af stað undirskrifta söfnun til Forseta Íslands, því aðeins hann getur vísað þessu máli í dóm þjóðarinnar.
Vill að lífeyrissjóðirnir skipti sér ekki af hlutafélögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.