Háll sem áll

Illugi Gunnarsson er ákaflega geðugur maður. Hann kemur í alla staði vel fyrir, vel menntaður og er jafnvígur á píanó sem og orgel og virðist hreinlega að öllu leyti vera sannkallaður fyrirmyndar maður.

Það ber þó þann skugga á vingjarnlega glansmyndina, að í grunsamlegri nálægð við hann, gýs öðru hvoru upp óbærilegur fnykur, sem fær jafnvel auðtrúa sálir á borð við síðuhafa sjálfan, til að efast um hreinleika og dyggðir ráðherrans.

Nú virðist málið snúast um einkafyrirtækið "Orku Energy" og einhverskonar eignatilfærslu og óþægileg hugtök á borð við "mútur og óeðlilega fyrirgreiðslu" liggja einhvern veginn í loftinu.

Þess er líka skemmst að minnast þegar Illugi vék að margra mati nokkuð hratt af Alþingi, eftir að hafa verið bendlaður við hinn grunsamlega og illræmda Sjóð 9, sem flestir eru búnir að gleyma í dag, því lítið var nú hrært í þeim fúla forarpytt í kjölfar hrunsins og verður varla næstu 120 árin.

Illugi verður líka að eiga nokkurn "heiður" af núverandi stöðu kjaradeilna, því að það skal í minnum haft að eftir að launþegasamtök þjóðarinnar samþykktu 3,8% launahækkun fyrir tæpum tveimur árum, til þess eins að sýna ábyrgð og hófsemi, þá fór sú staðfesta öll og hófsemi fyrir lítið, þegar framhaldsskóla kennarar riðu á vaðið með kröfur um stórfelldar launa "leiðréttingar" og hleyptu af stað áframhaldandi straumi svokallaðra launa hækkana og "leiðréttinga" annara hópa.

Aðkoma Illuga að kjarabótum kennara var augljós sem Ráðherra Menntamála, alveg burtséð frá öðrum mögulegum tengslum hans fyrir kjarabótum þessa hóps.


mbl.is Illugi þurfti að selja íbúðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband