19.4.2015 | 12:14
Kjánahrollur?
Það er ekki laust við að um mig fari hrollur við lestur þessar fréttar um fangavörðinn fyrrverandi í hinum illræmdu fangabúðum Auschwitz.
Það eru þó ekki misþyrmingarnar og drápin á óbreyttum föngum í Póllandi fyrir sjötíu árum sem valda mér mestum áhyggjum við lestur þessarar frásagnar, heldur fremur hvert tilefni þess er, að nú berist fyrirmæli um að nú skuli farið í enn eina upprifjunar herferð um grimmd okkar Evrópubúa og tilfinningaleysi í garð þeirra örfáu sem lifðu af vistina í útrýmingarbúðunum.
Gæti e.t.v. hugsast að þessa "fróðlegu" grein megi setja í samband við væntanlega vörn Ísraelsmanna fyrir stríðsglæpadómstól S. Þ. eða eru aðeins nýjar refsi- eða hernaðaraðgerðir hinna Guðs útvöldu í burðarliðnum?
Ég var þar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jónatan, eins og ég skil GT gyðinga, þá voru þeir sem "hinir Guðs útvöldu" aldrei öfundverðir af hlutskipti sínu.
Jahve fór ekki mjúkum höndum um "sitt" fólk. Sendi það í útlegð, þrældóm, ofsóknir, útrýmingarbúðir nazista - sýndi því yfirleitt enga miskunn.
Ef til vill hefur Ísrael loksins lært að verjast, en það er þá sjálfsagt kominn tími til.
Kolbrún Hilmars, 19.4.2015 kl. 16:34
Sæl Kolbrún.
Ert það þá skoðun þín að í ljósi sögunar, þá sé harðneskjuleg framkoma gyðinga gagnvart íbúum Palestínu réttlætanleg?
Er það ekki þvert á móti augljóst, að einmitt þessi framkoma þeirra sem þrífst í skjóli neitunarvalds Bandaríkjamanna og virðist vekja sívaxandi hatur og fyrirlitningu umheimsins, muni líklega draga þá sjálfa að feigðarósi.
Jónatan Karlsson, 19.4.2015 kl. 17:58
Ekki endilega réttlætanleg, en skiljanleg, enda er Ísraelsríki aðeins lítill hluti Palestínu. Sem var faktískt einskimannsland undir yfirráðum Breta eftir að þeir sendu Ottómana til síns heima.
Jórdanir vildu fá landið allt en Sameinuðu þjóðirnar samþykktu brot af landssvæðinu fyrir gyðingana. Vegna samviskubits?
Það er ekki hægt að dæma málsaðila nema að þekkja söguna.
Kolbrún Hilmars, 19.4.2015 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.