"Hideaway" á Þingvöllum

Til þess að geta verið fullgildur meðlimur í söfnuði Ásatrúarmanna, er þess krafist að viðkomandi hafi fasta búsetu á Íslandi.

Til þess að geta fest kaup á fasteign í Þjóðgarði Íslands á Þingvöllum hlýtur þess að vera krafist að viðkomandi sé Íslendingur og auðvitað með hreint sakavottorð - eða hvað?


mbl.is Finnst bústaður Bjarkar hlægilega ódýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Ja, síðast þegar maður vissi var / er Björk Guðmundsdóttir íslendingur. Hvað varðar sakavottorðið...Hvaðan kemur sú pæling hjá þér ? - Hreint sakavottorð til að kaupa gamlan sumarbústað..??? - Eða ertu kannski með einhverja spekúlasjón í þá átt hvort Björk Guðmundsdóttir sé EKKI með hreint sakavottorð ?? - Undarleg framsetning hjá þér allavega og undir rós.

Már Elíson, 8.4.2015 kl. 20:47

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þú meinar - Er ég þá sem sagt eitthvað að misskilja þetta svokallaða fyrirbæri "Þjóðgarður"

Auðvitað veit ég að einhverjar kransakökur hafa átt greiðan aðgang í úrvals lóðir og jafnvel girt af og hindrað frjálsa för um fornar þingmannaleiðir, en það gildir nú varla um sauðsvartan almúgann - allavega ekki mig.

Jónatan Karlsson, 8.4.2015 kl. 21:47

3 Smámynd: Már Elíson

Ég og þú getum farið og keypt þennan gamla hjall (1965) og jafnvel lagað hann og endurnýjað, en það er bannað að byggja nýtt í þjóðgarðinum. - Það er það sem þú kannski vissir ekki..en veist þá núna.

Már Elíson, 8.4.2015 kl. 22:23

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Útskýringin er meðtekin

Jónatan Karlsson, 9.4.2015 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband