Er hún flagð undir fögru skinni? - (Málsháttur í tilefni dagsins)

Ég álít að Katrín Jakobsdóttir hljóti stuðning klíku þeirrar sem bíður átekta eftir samvinnuþýðum forseta sem ekki er líklegur til að vísa óafturkræfum nýtingarrétt þjóðarauðlinda rakleiðis í þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Ég álít sömuleiðis að hún eigi vísan stuðning þeirra u.þ.b. 20% þjóðarinnar sem aðhyllast að láta meirihluta Alþingis og samþykkt Forseta Lýðveldisins duga til fullgildingar umsóknar um ESB aðild.

Katrín á það reyndar líka sameiginlegt með Þóru Arnórsdóttur, að hún er falleg og menntuð, auk þess að vera bæði eiginkona, móðir og feministi, svo ekki sé nú minnst á framúrskarandi persónutöfra hennar.

En Katrín Jakobsdóttir hleypur ekki frá því að hafa verið kosin til valda á sviknum forsendum, því hún og flokksmenn hennar gengu glaðbeittir þvert á helstu kosninga loforð sín og þar á eftir bætti hún gráu ofan á svart og kaus ítrekað með því að láta landsmenn sína axla ófærar ICESAVE klyfjarnar með nátúruauðlindirnar að veði og hver væri staða þjóðarbúsins nú, ef vilji hennar og félaga hefði þar náð fram að ganga?


mbl.is Ekki að undirbúa forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég treysti hvorugri þeirra til að standa vörð um sjálfstæði landsins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2015 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband