Dregur Dagur í land?

Það virðast vera umtalsverðar breytingar í loftinu á stórbrotnum byggingaráformum við Hringbraut, eins og eftirfarandi ummæli borgarstjórans bera með sér:

"Fyr­ir hrun var gert ráð fyr­ir að rífa allt og byggja nýtt frá grunni. Þessi áform voru tek­in til rót­tækr­ar end­ur­skoðunar eft­ir hrun og í nú­ver­andi áform­um sem eru mun hófstillt­ari og raun­hæf­ari er gert ráð fyr­ir að nýta um 56.000 fer­metra í nú­ver­andi bygg­ing­um áfram. Það er sirka ein eða ein og hálf Smáralind eða hvað?"

Ég hvet Dag og félaga til að líta til (næstu) framtíðar og velja hentugari staðsetningu fyrir hátæknisjúkrahúsið og í þess stað að byrja að leggja raunhæf drög að því að breyta Landspítalanum við Hringbraut í "hátækni" hjúkrunarheimili fyrir ellismelli höfuðborgarinnar sem verða æ stærri hluti borgarbúa með ári hverju a.m.k. næstu þrjátíu árin.

Staðsetningin við Hringbraut, er líka í hæfilegu göngufæri við miðbæinn, tjörnina og hljómskálagarðinn sem er líka alveg tilvalið fyrir fótfúna (h)eldriborgara á rómantískum labbitúrum ævikvöldsins.


mbl.is Hagkvæmast að byggja við Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er það ekki ríkið sem er að fara að byggja hátæknisjúkrahús fyrir þjóðina? Ég held að borgin sé ekki að fara að byggja neitt sjúkrahús sem sé ætlað fyrir borgarbúa sérstaklega.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.4.2015 kl. 20:48

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jósef Smári

Ég er nú meiri kallinn!

Auðvitað ræður Dagur engu um þetta mál og þar fyrir utan var ég hreinlega búinn að steingleyma Landsímapeningunum sem legið hafa vonandi á góðum vöxtum árum saman, svo ekki þarf þá heldur að hafa áhyggjur af fjármögnun o.þ.h.

Jónatan Karlsson, 4.4.2015 kl. 21:41

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kannski ekki alveg rétt Jónatan. Eins og stefnan hefur verið í þessum málum þá er gert ráð fyrir að þjóðarsjúkrahúsið sé jafnframt spítali höfuðborgarinnar.Að sjálfsögðu ræður þá borgin( Dagur) einhverju varðandi væntanlega byggingu. En það sem mér finnst vanta hjá mörgum sem fjalla um þetta mál er að þeir líta á spítalann sem höfuðborgarinnar eingöngu. Og þá er menn að benda á staðsetningu sem er miðsvæðis í borginni sem er að sjálfsögðu hagkvæmt fyrir borgarbúa en ekki fyrir landsbyggðafólk þar sem flugvöllinn og sjúkraflugið vantar. Varðandi fjármögnunina þá held ég að allir séu búnir að gleyma landsímapeningunum og einnig hvar þeir voru grafnir. Ég sé ekki glóruna í því að byrja á því að hanna hús og henda svo einhverju smottereri inn í framkvæmdina árlega og reisa sjálft húsið á einhverjum tugum ára( kannski svolítið ýkt). Og ég sé það alveg fyrir mér að þegar spítalinn loksins rís verði flugvöllurinn farinn úr vatnsmýrinni eitthvað annað svo sjúkraflug verði ekki til staðar. Fyrir utan það að hönnunin verður þá löngu orðin úrelt og spítalinn barn síns tíma. En vonandi eru þetta bara vangaveltur sem koma til út af því að ég er bara reiður ungur maður og inni í mér syngur vitleysingurundecided

Jósef Smári Ásmundsson, 5.4.2015 kl. 09:38

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Líklega fell ég sömuleiðis undir persónulýsinguna úr síðustu setningu athugasemdar þinnar, en að öðru leyti ber nokkuð á milli, því ég vildi helst kýla á hönnun og framkvæmdir við nýja u.þ.b. 10 hæða álmu við Borgarspítalann, sem gæti með góðum vilja, raunar hafist strax í sumar.

Í framhaldinu vildi ég hefja gömlu íslensku byggingar aðferðina til vegs og virðingar, en hún var sú að þegar kjallarinn var klár, þá var flutt inn.

Það þýðir auðvitað að þegar fyrstu 2 - 4 hæðirnar væru tilbúnar, þá væri hægt að byrja að nota þær, þó unnið væri næstu misserin við innréttingar og lokafrágang á hæðunum bæði fyrir ofan og neðan.

Ég undirstrika síðan aftur við þig glæsta framtíðarsýn mína um glæsilegt hjúkrunarheimilið við Hringbraut og vona sömuleiðis að ef Landsíma milljörðunum hafi virkilega verið sóað eða stolið, að þá verði þeir sem báru ábyrgðina á því óhæfuverki látnir "dingla"

Að lokum verð ég að koma á framfæri þeirri aðkallandi tillögu að harðsnúin teymi byggingarverktaka sem kæmu að þessu verki og reyndar öllum öðrum verkum hér á landi, verði ætíð að vera a.m.k. 40% Íslendingar.

Jónatan Karlsson, 5.4.2015 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband