4.4.2015 | 17:46
Hinn þögli meirihluti?
Sjónarmið Jóns Þórs og félaga eiga vissulega fullan rétt á sér, en þó veldur það mér vonbrigðum að þessir "róttæklingar" geri sér ekki grein fyrir því, að einmitt með hlutleysinu einu saman, styðja þau meirihlutann.
Greiðir bara upplýst atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hafa 827 mál verið lögð á yfirstandandi þingi, þar af 299 frumvörp og þingsályktunartillögur. Við erum 3 þingmenn í 8 fastanefndum.
Þetta kemur hlutleysi ekkert við. Það er einfaldlega ekki nægur tími fyrir þriggja manna þingflokk að taka upplýsta ákvörðun um svo mörg mál. Þetta er í grunninn engu flóknara en það.
Ég skrifaði smá pistil um þetta og vona að þú sjáir þér tækifæri til að lesa hann:
http://blog.piratar.is/helgihrafn/2015/04/04/leti-og-skodanaleysi-pirata/
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.4.2015 kl. 17:53
Sæll Helgi Hrafn
Ég fellst alveg á rök þín, en heldur þú í raun og veru að einhverjir þingmenn, einhverstaðar á jörðinni gjörþekki öll mál þau og viðfangsefni er þeir verða að taka afstöðu til?
Sérstaklega nú þegar blekkingar, sviðsetningar og háþróaðir spunar hljóta eiginlega að flokkast til æðri menntunar, hvar nú sem sú kennsla fer fram!
Jónatan Karlsson, 4.4.2015 kl. 21:24
Verst er fjarveran. Þú bara mætir í vinnuna. Og það er síðan þitt að greiða atkvæði með eða á móti eða sitja hjá. Þingmenn hafa þrjá kosti.
En að skrópa er ekki í boði.
jon (IP-tala skráð) 4.4.2015 kl. 23:45
"Með hlutleysinu einu saman styðja þau meirihlutann?
Vænleg útskýring á þessari setningu óskast.
Píratar eru yfirlýstir anarkistar!
Hvað eru stjórnleysingjar að gera á Alþingi?
Skilur fólk yfir höfuð hvað felst í hugtakinu Srjórnleysingi?
Halldór Egill Guðnason, 5.4.2015 kl. 04:55
Svona ef einhver nennir að ræða þetta.: Höfumdarréttur.:
Halldór Egill Guðnason, 5.4.2015 kl. 04:59
Píratar.: Á móti
Halldór Egill Guðnason, 5.4.2015 kl. 05:00
Sæll Halldór.
Þú beinlínis óskar eftir að ég útskýri fullyrðinguna, að með hlutleysinu styðji Píratar meirihlutann og bý ég því til einfalt dæmi:
Stjórnarmeirihlutinn setur fram tillögu um að veita útgerðarmönnum fullan nýtingarrétt á fiskveiðiauðlindinni til 25 ára og auðnast að ná 31 atkvæði fyrir tillögunni(þjófnaðinum) en 29 eru á móti og þrír Píratar sitja hjá og kvótinn þar með endanlega "farinn" - skilurðu?
Jónatan Karlsson, 5.4.2015 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.