2.4.2015 | 22:21
Athyglisverð hugmynd
Þessi tillaga Sigmundar Davíðs er síður en svo fráleit.
Það hlýtur að vera eina vitið að byrja á að finna rökrétta staðsetningu fyrir nýjan Landspítala, áður en haldið er áfram.
Staðsetningin við Hringbraut er augljóslega fáránleg og þau rökin fyrir að nauðsynlegt sé að halda áfram með byggingaráformin á þeim stað, enn fáránlegri, þ.e.a.s. að vegna þess að tíma og peningum hafi verið eytt í þá grút hallærislegu hugmynd (afsakið orðbragðið) þá verði þar af leiðandi að halda áfram með vitleysuna.
Bregst við gagnrýninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svona er nú þessi blessaða skoðanakúgun og þessi blessaði rétttrúnaður hjá stjórnarandstöðunni, það má sko alls ekki ræða hugmyndir sem settar eru fram af stjórnvöldum það skal sko skjóta þær í kaf og hrauna yfir alla sem voga sér að vera annað en alfarið á móti hugmyndunum.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.4.2015 kl. 22:38
Sæll Halldór.
Hægt væri með stuttum fyrirvara að hefja (fyrirhugaða) viðbyggingu við Borgarspítalann - jafnvel strax í sumar.
Starfsemi risaeðlunar RÚV mætti hæglega flytja í hentugara (laust) iðnaðarhúsnæði og nýta húsnæðið í Efstaleyti fyrir ýmsa tengda starfsemi spítalans t.a.m. skrifstofur, kennslustofur og aðra meðferðartengda starfsemi.
Jónatan Karlsson, 3.4.2015 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.