26.3.2015 | 21:03
Spurningarmerki
Er það ekki bara ein líkleg skýring á þessu hörmulega flugslysi að aðstoðarflugmaðurinn hafi bilast og ákveðið að fremja sjálfsmorð og taka allt þetta saklausa fólk með sér í dauðann?
Gæti flugstjórinn ekki alveg eins hafa verið sá vitskerti?
Gætu ekki einhverjir farþegar eða áhafnarmeðlimir hafa sætt færis og troðist inn í stórnklefann þegar dyr voru opnaðar og og náð að yfirbuga flugmennina og síðan einfaldlega læst að sér?
Var ekki tekið fram í fyrstu fréttum að samskipti flugmanns og flugstjóra hefðu hljómað afslöppuð og eðlileg og því ennfremur ástæða til að bíða með að úrskurða um sekt flugmannsins?
Það eina sem virðist nokkuð öruggt er að ekki var um tæknilega bilun að ræða.
Dreymdi um að fljúga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allt þetta, sem þú ert að lýsa, hefði átt að heyrast í hljóðupptökutækinu, en svo er einfaldlega ekki.
Ómar Ragnarsson, 26.3.2015 kl. 21:23
Mér vitanlega hefur hvergi komið fram að það heyrist greinilega á hljóðupptöku, að flugstjórinn tilkynni aðstoðarflugmanni sínum að hann hyggist yfirgefa stjórnklefann, eins og ætla mætti að væru eðlileg tjáskipti þeirra á milli.
Ef það finnast á annað borð einhverjar öruggar vísbendingar um atburðarásina, þá á auðvitað að birta þær tafarlaust í stað þeirrar "líklegu" skýringar sem virðist hafa komist á kreik.
Jónatan Karlsson, 27.3.2015 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.