Aðeins í skorti á betra.

Vinsældir Pirata í nýafstaðinni skoðanakönnun hefur ekkert með frammistöðu þingmanna þeirra á Alþingi að gera, því hún hefur verið litlaus og grá, líkt og enn frekar má segja um verk borgarfulltrúa þeirra í höfuðborginni.

Úrslit þessarar skoðunarkönnunar lýsa því aðeins vonleysi og óánægju landsmanna um þá kosti sem í boði eru.

Þess er skemmst að minnast þegar vinsælasti gamanleikari þjóðarinnar stofnaði grínframboð í Reykjavík og vann í framhaldinu auðvitað stórsigur.

Spilling og hagsmunagæsla ríkjandi stjórnmálaafla á Íslandi er nú komin á það stig að t.a.m. óheilyndi fjármálaráðherra og hagsmunagæsla vina hans og vandamanna eru rædd opinskátt og mætti leiða rök að því að líta mætti á það ástand sem undanfara byltingar.

Hvort Íslendingar eru upp til hópa óttaslegnir "Jeppar á Fjalli" eða kúgaður lýður sem loks rís upp þegar mælirinn er fullur, mun tíminn leiða í ljós, en það er alveg víst að nýtt stjórnmálaafl þarf til og eru lykilorðin í því samhengi "ferskt blóð og réttlæti"


mbl.is „Ákall um lýðræðisumbætur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband