15.3.2015 | 10:36
Ómar Ragnarsson og allar athugasemdirnar.
Skemmtilegar og litríkar bloggfærslur þúsundþjalasmiðsins Ómars Ragnarssonar líða að mér finnst fyrir fjölmargar athugasemdir og útskýringar Steina Briem, þó segja megi auðvitað að þær gagnist þeim báðum við kynningu og útbreiðslu.
Það hefur óneitanlega hvarflað að mér að um einhverskonar persónuleika röskun sé að ræða, líkt og þekkt dæmi eru um, sbr. Dr. Jekyll og Hr. Hyde.
Enn nærtækar væri þá auðvitað að nefna vingjarnlega fræðimanninn Dr Fornleif, sem oft tjáir sig hér á blogginu og síðan myrku hliðina á honum sem birtist í líki hins orðljóta og hefnigjarna öfgamanns Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar.
Nú er ég síður en svo að halda því fram að Steini sé í raun einhver dulin hlið á Ómari, heldur álít ég fremur að um annarskonar truflun sé að ræða og er mér þar einmitt hugsað til tvíeykisins Skugga-Sveins og Skræks, en sá síðarnefndi át einatt upp og endurtók allt fyrirmyndin sagði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.