Telst þetta vera góð fjárfesting?

Mánaðarlega greiði ég tugi þúsunda í lífeyrisskuldbindingar hjá þessum lífeyrissjóði þannig að segja má að ég eigi hlut að máli.

Er ekki eitthvað stórkostlega grunsamlegt við svona fjárfestingu?

Eru einhverjar tryggingar á móti framlaginu og var hagnaður síðasta árs áberandi eftirsóknarverður, eða snýst þetta einungis um að halda mígleku flaki á floti?

Ég hef undanfarna mánuði furðað mig á ótrúlega langri auglýsingu sem ítrekað er birt á Stöð 2 en þar eru Flugleiðir að auglýsa starfsemi sína, líklega án annars tilgangs en að koma frádráttarbærum auglýsingakostnaði til 365 miðla sem á það auðvitað sameiginlegt með Flugleiðum að vera á framfæri ellilífeyris sparnaðar þjóðarinnar, nákvæmlega eins og þetta umrædda fjölmiðlunarfyrirtæki.

Er íslenska fjármálakerfið enn og aftur að fara til fjandans?


mbl.is Gildi bætir við hlut sinn í Vodafone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband