26.1.2015 | 17:45
Bjarni. Hvað líður kaupum á innistæðureikningum í skattaskjólum?
Klukkan tifar og eflaust unnið að því hörðum höndum að koma leynireikningum tuga eða jafnvel hundraða Íslendinga í öruggar og órekjanlegar hafnir erlendis.
Það læðist hreinlega að manni illur grunur um að moldviðrið sem þingmenn þyrla upp hvað þetta svokallaða lekamál varðar, auk hátíðlegrar tilkynningar stjórnarliða um fyrirhuguð slitin á ESB umsóknarferlinu, í stað þess einfaldlega að slíta því, séu allt einhverjir sýndarleikir til að beina athygli og kröftum þings og þjóðar frá óþægilegum staðreyndum.
Það gæti t.d. verið fróðlegt að vita hvort nöfn einhverra "ráðvandra" þingmanna leyndust á listanum.
Undir henni komið að koma aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hann hefur margoft svarað þessu.
Það er í höndum Skattrannsóknarstjóra að ákveða að kaupa listann.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.1.2015 kl. 21:10
Nákvæmlega hvar er lystinn?
Sigurður Haraldsson, 26.1.2015 kl. 23:34
Hvað sem tengslaneti skattrannsóknarstýru líður, þá efast ég um að hún standi að baki þessum vinnubrögðum.
Jónatan Karlsson, 27.1.2015 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.