24.1.2015 | 18:58
Útvarp Saga - fjölmiðill þjóðarinnar.
Enn og aftur sýnir og sannar "Útvarp Saga" að þessi litla einkarekna útvarpsstöð er eini hlutlausi fjölmiðillinn í þessu rotna spillingarbæli sem við lifum og hrærumst í hér á skerinu.
Það er blátt áfram hrollvekjandi að hugsa til þess ástands sem hér ríkti nú ef þessi rödd fólksins hefði ekki hljómað til að stappa stáli í andstöðu landsmanna við fyrirhuguð áformin um hrikalega svikasamninga ICESAVE auk lævíslegra áforma um að koma samvinnuþýðum frambjóðanda í forsetastól í stað Ólafs Ragnars Grímssonar sem sýndi ítrekað að hann hlustaði á þjóðina, þegar hún kallaði og stóð fastur fyrir eins og klettur, þegar á reyndi.
Í hádegisfréttum útvarps var rætt við Brynjar Níelsson um greinargerð Víglundar Þorsteinssonar og spurst fyrir um viðbrögð yfirvalda, en svör voru eitthvað á þá leið að vegna anna viðvíkjandi "lekamáli" Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þá hefði ekki enn unnist tími til að svara erindi Víglundar.
Það er alveg ljóst af þessum gögnum Víglundar, sem nálgast má á www.utvarpsaga.is að hér hafa verið framin stórfeld afbrot, sem gætu jafnvel fallið undir landráð og tel ég því augljóst að einhverja þessara sökudólga verður að draga fyrir dómstóla og er ég þar auðvitað með aðra dómara í huga en auðsveipa handlangara valdastéttarinnar hjá Hæstarétti Íslands.
Stórfelld svik og blekkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.