18.1.2015 | 14:11
Sýnd veiði, en ekki gefin.
Því miður þá er ýmislegt sem bendir til að ótrúlegu blómaskeiði íslensks handbolta sé lokið í bili og raunsærra að láta okkur dreyma um efstu sæti á smáþjóðaleikum, líkt og eðlilegt verður að teljast.
Þeir ótrúlegu kappar sem skiluðu okkur silfri á Ólympíuleikunum í Peking fyrir tæpum sjö árum eru auðvitað komnir á síðasta snúning á ferli sínum og því ekki hægt að gera óraunsæar kröfur til þeirra.
Allir leikmenn liðsin eru auðvitað frábærir íþróttamenn, en ámóta liðsheild og töfrar sem heillað hafa handboltaheiminn undanfarin ár verður að teljast einstakt fyrirbæri sem líður hjá, en lengi verður í minnum haft.
Stór sigur gegn Alsír er auðvitað algjört skilyrði fyrir áframhaldandi þátttöku í þessu umdeilda móti, en vonandi er tími kraftaverkanna ekki liðinn fyrir Strákana okkar.
![]() |
Höfum ekki efni á vanmati |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.