17.1.2015 | 11:12
"Tókst ekki að birta stefnuna og málið því fellt niður"
Það virðist fremur regla en undantekning hér á landi að vegna einhverra formgalla eða handvammar falli málatilbúnaður gegn útvöldum um sjálfan sig.
Í þessu gjörspillta klíku samfélagi sem við lifum í, þá heyrir það því miður fremur til tíðinda, ef handbendi aðalsins hjá dómstólum þjóðarinnar rækja hlutverk sitt á skjön við hagsmuni hinna raunverulegu umbjóðenda sinna
- alveg burtséð frá rómuðum vinsældum og persónutöfrum eigenda þessarar útgerðar sem hér um ræðir, en sem ættu nú að geta tekið gleði sína á ný.
Tókst ekki að birta stefnuna og málið því fellt niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Að ósk örfárra manna þá er þetta orðið fjölmenningasamfélag með yfir 30 þúsund erlendum af ýmsu tagi og alþjóða trúarfélada sem kaupa upp eignir þrátt fyrir lög um sölu þeirra. Hér kaupa erlendir menn landbúnaðarlönd á meðan önnur evrópulönd undanskilda sölu þeirra en leifa kaup á húsnæði. Hver stendur með fólkinu í landinu. Ekki Alþingi og ekki aðallinn.
Valdimar Samúelsson, 18.1.2015 kl. 08:51
Sæll Valdimar
Hér er landlæg spilling og einkavinavæðing í þvílíkum mæli, að þá þingmenn sem ekki eru augljós handbendi og erindrekar vellauðugrar valdastéttarinnar má telja á fingrum annarar handar.
Hvað megnið af þessum útlendingum öllum snertir, þá eru þeir langflestir fluttir inn til að ganga í öll láglaunastörf til þess eins að halda lægstu launum niðri og reyndar langt undir útreiknuðum framfærslukostnaði.
Hér þarf einfaldlega að stokka upp sukkið allt og svínaríið með og gefa upp á nýtt.
Jónatan Karlsson, 18.1.2015 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.