28.12.2014 | 21:07
2015
Það er blátt áfram sorglegt að þetta skuli vera helst að frétta af störfum löggæslu, á sama tíma og eins og það kemur fram í fréttatíma Stöðvar 2, að hvorki gengur né rekur með að kaupa nafnalista þeirra Íslendinga sem eiga þúsundir á þúsunda milljóna ofan í skattaskjólum út um allar jarðir.
Hér er spillingin hrikaleg og allt á hraðferð til fjandans, eins og frétt Stöðvar 2 er augljós staðfesting á.
Það lítur þó út fyrir að samstarf stjórnarflokkanna ætli að lafa fram á nýja árið og er það eitt og sér nokkur tíðindi.
Bylting í löggæslu á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bíddu þar til einhver nýðingurinn særir einhvern, sem þér til heyrir, bullustrokkur.
Halldór Egill Guðnason, 29.12.2014 kl. 05:13
Sæll Halldór.
Ég geri ráð fyrir að einhver níðingur hafi sært þig, en óska þér bata og betri tíma.
Jónatan Karlsson, 29.12.2014 kl. 07:09
Sæll Jónatan - sem og aðrir gestir þínir !
Halldór Egill !
Oftlega - hefir þér tekist betur upp, en þetta sinnið.
Skv. mínum lesskilningi: sýnist mér Jónatan síðuhafi ekki halla neinu réttu máli / í sinni túlkun á íslenzka óþverra samfélaginu, ágæti drengur.
Því - finnst mér ekki viðeigandi, að kalla Jónatan einhver bullustrokk, þar sem hann heggur: með ágætum, nær köldum raunveruleikanum.
Kannski - hefir þú verið helzti lengi, fjarverandi í Suðurlöndum Halldór minn, til þess að geta glöggvað þig betur á kringumstæðunum hérlendis ?
Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.12.2014 kl. 23:20
Oskar Helgi Takk fyrir skilning og studning og audvitad: Gledilegt nytt ar.
Jonatan Karlsson (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.