Aðför að lögum

Í kjölfar umræðu um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmála, þá hvet ég sem flesta að horfa á sígilda umfjöllun Sigursteins Mássonar um þessi mál í þáttunum "Aðför að lögum" en þá má t.d. finna á Youtube, auk þess sem nánari upplýsingar og málsskjöl má finna á www.mal214.com

Eftir að hafa fylgst með þessum málum undanfarin fjörtíu ár, þá fannst mér sannarlega athyglisvert að heyra álit Magnúsar Leopoldssonar í nýlegu sjónvarpsviðtali, en þar rakti hann einmitt grun sinn um skipulagt upphaf atlögunar gegn honum til Keflavíkur.

Annar vendipunktur varð líka nýlega, þegar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa vegna fjölskyldutengsla við einn rannsakanda málanna tveggja og segir sá síðbúni og ígrundaði úrskurður hennar einn og sér meira en orð fá lýst.

Er það ekki nú í dag alveg augljóst að um tvö alls óskyld mannshvörf var að ræða þar sem öllum brögðum var skipulega og miskunarlaust beitt til að koma höggi á "andstæðinga" eða til að þyrla upp ryki til hylja það sem Ólafur Jóhannesson sagði að væri mafía og svo eftirminnilega að "Mafía skyldi hún heita"?

Tveir einstaklingar virðast þó bera höfuð og herðar yfir alla þá sem áttu þátt í þessum svakalega spuna frá upphafi til dagsins í dag og eru það auðvitað þeir Valtýr Sigurðsson og Örn Höskuldsson sem vonandi eiga þó fyrir höndum að hljóta sanngjarna málsmeðferð fyrir réttlátum dómstól, sem er sannarlega annað en ungmennin sem dæmd voru saklaus til þyngstu refsinga áttu kost á.


mbl.is Með Geirfinnsmálið á heilanum í 40 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband