Einn fyrir alla og allir fyrir einn.

Í síðustu kjarasamningum var stærstu launþegasamtökum gert ljóst að til að auðnast mætti að tryggja stöðugleika, þá yrðu launahækkanir að vera hóflegar og samþykktu láglaunastéttir landsins að láta sér nægja 2,8% launahækkanir, gegn því að yfirvöld stæðu vörð um verðlag og vísitölu.

Blekið á þeim rýru samningum var síðan varla þornað, þegar fyrsti sérhagsmunahópurinn setti hnefann í borðið og hótaði verkfalli, nema þau fengju u.þ.b. tífalda hækkun "skóflupakksins" nema hvað nú voru hækkanirnar kallaðar "launaleiðréttingar"

Síðan fylgdu fleirri sérhagsmunahópar í kjölfarið og fengu sínu framgengt, ýmist með góðu eða illu og lætur að mér sýnist að meðaltal þessara "launaleiðréttinga" sé u.þ.b. 30% launahækkanir.

Það er því ekkert nema réttlátt að læknar fái nú þá sömu hækkun og í beinu framhaldi öll aðildarfélög ASÍ.

Ríkisstjórnin gaf einfaldlega tónin, þegar hún féllst á kröfur kennara og verður því auðvitað að láta eitt yfir alla ganga.


mbl.is Árangurslausum fundi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágæti Jónatan

það var nú ekki ríkið sem gaf tónin með okkur kennara heldur sveitarfélögin. Síðan var það þannig að kennara sem fengu 15% hækkun þurfu að selja kennsluafsláttinn til þess að fá það.

Margir kennarar sem samþykktu þennan samning vissu ekkert um afleiðingarnar.

Það er mín skoðun.

B.kv.

Cinzia Fjóla Fiorini (IP-tala skráð) 28.10.2014 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband